Gerard Bertrand Art de vivre Rouge 2015

Art de Vivre er nýjung frá Languedoc-kónginum Gerard Bertrand hér á landi. Vínið er óður til upphafs víngerðarinnar í Frakklandi og það er ekki í glerflösku heldur flösku úr leir í anda amfóranna sem notaðar voru við upphaf víngerðarinnar á þessu svæði. Blandan er sígild fyrir frönsku Miðjarðarhafssvæðin, þrúgurnar Syrah, Grenache, Mourvédre af ekrum þar sem vínþrúgur hafa verið ræktaðar í tvö þúsund ár. Þetta er eitt af vínunum á topp hundrað lista Wine Spectator árið 2019.

Rúbínurautt með byrjandi þroska í börmunum.  Stíllinn er jarðbundnari, dimmari en almennt hjá Bertrand. Jörð, leður, lakkrís, dökkur, þurr, míneralískur ávöxtur, þurrkuð ber, Þykkt í munni, áfram mikill lakkrís, mjög þurrt og míneralískt, heldur lengi áfram, vín sem á töluvert eftir. Gott að umhella og má vel geyma.

 

90%

2.899 krónur. Frábær kaup. Með lambakótilettum eða vel hanginni og fitusprengdri nautasteik sem leyfir víninu að njóta sín.

  • 9
Deila.