Chateau de la Ragotiére Les Vieilles Vignes 2018

Muscadet hvitvínin eru framleidd í vesturhluta Loire-dalsins í Frakklandi í grennd við borgina Nantes og þau bestu eru frá undirsvæðinu Muscadet Sevre-et-Maine. Þrúgan sem Muscadet-vín eru framleidd úr heitir Melon de Bourgogne.Þetta eru yfirleitt mjög þurr vín og grösug, þeir sem eru að leita að ávaxtabombum verða að fara annað. Á móti kemur að með sjávarréttum eru þetta alveg hreint frábær vín, ekki síst með skelfisk á borð við humar, rækju og hörpuskel. Allra best eru þau með ostrum.

Chateau de la Ragotiere er óðalssetur sem á rætur sínar að rekja til fimmtándu aldar en var keypt af Couillaud-bræðrunum, sem eiga nokkur mjög virt vínhús víða um Loire-dalinn árið 1979.

Vieille Vignes merkir að vínið er gert af þrúgum af gömlum vínvið (50-60 ára) en eftir því sem vínviðurinn eldist verða þrúgurnar á hverjum runna færri en gefa að sama skapi meira bragð. Vínið er fölgult, þétt og sítrusmikil angan, sítrónubörkur og límóna, þurrt, skörp og flott sýra, þétt og fókuserað.

90%

2.499 krónur. Frábær kaup. Þetta er frábært vín með hvítum fiski eða rækjum. Reynið með rækjukokteil.

  • 9
Deila.