Baron de Ley Reserva 2016

Vínhúsið Baron de Ley í Rioja er eitt húsunum sem alltaf er hægt að reiða sig á. Það er mikill stöðugleiki í gæðum vínanna og ár eftir ár skila þau sínu, vel gerðum vínum með frábæru hlutfalli verðs og gæða. 2016 er klassískt Baron de Ley, dimmrautt, eik og ávöxtur renna vel saman í nefi, þar má greina tóbakslauf, sætan sultaðan rauðan ávöxt, kirsuber. Áferðin er mjúk, þykk og þægileg. Frábært matarvín.

90%

2.799 krónur. Frábær kaup. Hálf auka stjarna fyrir hlutfall verðs og gæða.

  • 9
Deila.