Montes Cabernet Sauvignon Carmenere Limited Selection 2018

Aurelio Montes hefur verið einn áhrifamesti víngerðarmaður Chile síðustu tvo áratugina. Að undanförnu hefur sonur hans smám saman verið að taka aukna ábyrgð á víngerð hússins og sjálfur tók Aurelio í apríl 2019 við formennsku í samtökum víniðnaðarins í Chile, Vinos de Chile. Þetta vín úr Limited Selection-línunni er blanda úr tveimur þrúgum, Cabernet Sauvignon og Carmenere ræktuðum í Colchagua-dalnum. Í nefinu þroskuð rauð ber, ekvalyptus, tóbakslauf, kakónibbur, Kröftug en allmjúk tannín, áferðin þykk og þægileg.

80%

2.199 krónur. Frábær kaup. Með rauðu kjöti og ostum.

  • 8
Deila.