Drostdy Hof Chenin Blanc 2020

Drostdy Hof vínin frá Drostdy Cellars í Suður-Afríku hafa verið mjög vinsæl, ekki síst í þriggja lítra kössum. Þau hafa nú fengið smá „andlitslyftingu“ útlitslega, litríku kassarnir með suður-afrísku landslagi hafa vikið fyrir lágstemmdari mynd af vínekrum við Höfðann. Innihaldið er hins vegar það sama, þrúgan í hvítvíninu er Chenin Blanc, þetta er frönsk þrúga að uppruna, algeng í Loire-dalnum, en í Suður-Afríku er hún oft kölluð Steen. Það er 2020 árgangurinn í kössunum núna og þetta vín hefur meðal annars verið valið „best in box“ af sænskum víngagnrýnendum. Vínið er ljósgult og ferskt, þarna eru gul og græn epli, sætar perur og kíviávöxtur, svolítið kryddað. Ferskt og mjög þurrt og fínt af kassavíni að vera.

70%

6.199 krónur. Mjög góð kaup. Verð samsvarar um 1.550 krónum á hefðbundna 75 cl flösku.

  • 7
Deila.