Ramon Bilbao Crianza 2017

Ramon Bilbao er vínhús í Haro í hjarta svæðisins Rioja Alta. Þar hefur það verið starfsrækt í tæpa öld og á um 75 hektara af ekrum á þessu svæði. Þetta er hreint Tempranillo-vín og eikartunnurnar sem það hefur legið á eru úr amerískri eik. Þetta er sígilt og aðgengilegt Rioja-vín. Mjúkur rauður ávöxtur, mikil vanilla og mildur reykur, vottur af leðri. Mjúkt og þykkt í munni. Ekta kjötvín.

80%

2.499 krónur. Frábær kaup. Með grilluðu nautakjöti.

  • 8
Deila.