Jordan Chardonnay 2019

Það eru fjörutíu ár frá því hjónin Ted og Sheelagh Jordan festu kaup á um 160 hektara vínbúgarði í Stellenbosch í Suður-Afríku og byrjuðu að endurnýja vínviðinn á ekrunum. Sonur þeirra Ted og kona hans Kathy sjá nú um reksturinn og Jordan er með þekktustu nöfnum suður-afrískrar víngerðar.

Árið 2019 var fyrsta árið sem að tekin var ákvörðun um að nota ekki hefðbundna korktappa á Chardonnay-vín hússins. Þrátt fyrir margvíslegar ráðstafanir til að tryggja korkgæði voru korkskemmdir farnar að aukast á nýjan leik sem Jordan-fjölskyldan taldi óásættanlegt.

Þetta er afskaplega vandað og margslungið vín en þrúgurnar koma af svæðinu Stellenbosch Kloof þar sem svalt loft frá hafinu á greiðan aðgang. Í nefinu sæt ferskja og greipávöxtur, vanillustöng, ristaður viður og heslihnetur, þykkt og þurrt í munni, ´ávöxturinn djúpur, ferskur.

90%

3.341 króna. Frábær kaup. Með pönnusteiktum þorskhnakka.

  • 9
Deila.