
Piper er gamalgróið kampavínshús, stofnað 1785 og hefur gengið í gegnum margvíslega fasa á þeim tíma. Það er þekkt fyrir að gera þægileg, aðgengileg og ávaxtarík kampavín sem henta einstaklega vel sem fordrykkur. Blandan er Chardonnay, Pinot Noir og Pinot Meunier þar sem rauðu Pinot-þrúgurnar eru ríkjandi (80%). Cuvée Brut er standard-vín hússins, ferskt, sýrumikið og þægilegt, með mildum gertónum og brioche-brauði í bland við sítrusávöxt og steinefni. Langt og þurrt. Elegant fordrykkur en líka fínt matarvín, t.d. með skelfiski, s.s. humar.
90%
6.400 krónur. Frábær kaup fyrir kampavín í þessu gæðaflokki. Fæst í vefverslun Kampavínsfjelagsins, kampavinsfjelagid.is.
-
9