
Shabo er eitt helsta vínframleiðslufyrirtæki Úkraínu. Það er stofnað 1822 og er að finna í suðurhluta landsins skammt frá borginni Odessa. Shabo er líka heiti sjálfs vínræktarsvæðisins þar sem vínrækt á sér árþúsundalanga sögu. Þetta er með inngangsvínunum frá Shabo, gert úr Cabernet Sauvignon í samvinnu við franska vínráðgjafa. Dæmigerður, einfaldur Cabernet með sólberja- og krækiberjaangan, þokkalega fersk sýra, svolítið hrá tannín, má alveg lofta vínið smá.
70%
3.350 krónur. Mjög forvitnilegt að fá þetta prýðilega Cabernet-vín frá Úkraínu. Það er auðvitað til marks um ótrúlega þrautseigju úkraínsku þjóðarinnar að áfram skuli haldið uppi framleiðslu og útflutningi þrátt fyrir stríðshörmungarnar.
-
7