Vanilluhringir

Hver elskar ekki vanilluhringi? Þeir eru sem betur fer afskaplega fljótlegir og einfaldir í bakstri enda klárast þeir yfirleitt hratt.

  • 500 g hveiti
  • 375 g smjör
  • 250 g sykur
  • 1 egg
  • ½ tsk hjartarsalt
  • 2 tsk vanilludropar

Hnoðið allt deigið saman og geymið í kæli í klukkustund. Mótið lengjur  úr deiginu, auðveldast er að nota smákökuframlengingu á Kitchen Aid-hrærivél, og búið til hringi.

Bakið á ofnplötu við 250°C í um tíu mínútur eða þar til hringirnir fara að taka á sig lit.

Deila.