Perrier-Jouet Grand Brut

Perrier-Jouet er eitt af þekktustu nöfnunum í kampavínshúnum þótt það hafi ekki verið aðgengilegt hér nema endrum og eins í gegnum árin. Það þekkja allir kampavínsunenndur blómamyndirnar sem einkenna flaggskipið Belle Epoque sem rekja má til samstarfs fyrirtækisins við Art Nouveau málarann Emile Gallé. Fjölskyldan Perrier-Jouet stundaði lengi vel korkframleiðslu fyrir kampavínsiðnaðinn en hóf eigin kampavínsframleiðslu árið 1811. Kampavínhúsið Mumm keypti fyrirtækið af fjölskyldunni árið 1959 og það er núna hluti af Pernod-Ricard grúppunni. Grand Brut, sem er ekki árgangsvín, byggir að mestu á rauðu þrúgunum Pinot Noir og Pinot Meunier (80% til helminga) auk Chardonnay. Flott og fínleg freyðing, þroskuð græn og gul epli, sítróna og brioche í nefinu. Mjúkt og balanserað í munni, míneralískt og ferskt.

90%

8.599 krónur. Mjög góð kaup. Klassískt og elegant kampavín.

  • 9
Deila.