Villa Antinori var lengi vel eitt þekktasta Chianti Classico vínið en Antinori-fjölskyldan framleiðir það nú sem IGT þar sem að í blönduna eru notaðar „franskar“ þrúgur á borð við Cabernet Sauvignon, Merlot og Syrah.Villa Antinori var lengi vel eitt þekktasta Chianti Classico vínið en Antinori-fjölskyldan framleiðir það nú sem IGT þar sem að í blönduna eru notaðar „franskar“ þrúgur á borð við Cabernet Sauvignon, Merlot og Syrah þótt Chianti-þrúgan Sangiovese sé vissulega ríkjandi.
Þetta er vandað og vel gert Toskana-vín enda kann Antinori þetta handverk. Dökk ber í nefinu, sólber og brómber, þurrkuð, krydduð, töluverð jörð, angan af regnvotum skógi, mild eik með mildri vanillu og mokka. Þétt, þurrt og ferskt.
90%
2.999 krónur. Frábær kaup.
-
9