Vietti Perbacco Nebbiolo 2021

Perbacco er rauðvín frá Vietti gert úr Nebbiolo-þrúgum sem koma að mestu leyti frá bestu svæðum Langhe, það er ekrum í Barolo og Barbaresco. Vínið er töluvert ungt í stílnum ennþá, þétt og titrandi. Ávöxturinn er rauður, áberandi rifsber og kirsuber, ferskt, sýrumikið, kryddað með viðartónum. Það má alveg geyma þetta vín í einhvern tíma og það borgar sig að leyfa því að lofta sig og opna, t.d. með umhellingu í karöflu.

90%

4.699 krónur. Mjög góð kaup. Skotheldur Nebbiolo.

  • 9
Deila.