Ruffino Ducale Oro 2019

Ducale Oro er Chianti Classico Gran Selezione úr þrúgum ræktuðum í Castellina í hjarta héraðsins. Þetta er eitt af hinum klassísku vínum T’oskana en Ruffino framleiddi Riserva Ducale í fyrsta skipti árið 1927. Tuttugu árum síðar þegar hinn frábæri árgangur 1947 leit dagsins ljós var ákveðið að setja á markað sérstaka ofurútgáfu af því víni er bar heitið Oro (gull). Stíllinn hefur þróast með árunum og er nú orðinn mjög alþjóðlegur, auk Sangiovese (80%) eru líka Cabernet Sauvignon og Merlot í blöndunni. Fyrstu tólf mánuðina liggur vínið í steyptum kerjum en síðan tekur við ár í litlum barrique-tunnum og loks ári í stærri eikarámum. Vínið er dimmfjólublátt, nefið dökkt, kirsuber og blóm, dökkt súkkulaði. Þétt og strúktúrerað í munni, kröftug tannín. Vín sem er enn mjög ungt að yfirbragði þótt það sé orðið sex ára, þoli vel geymslu.

90%

6.399 krónur. Frábær kaup. Mikið vín, elegant, þarf tíma og loftun til að opna sig.

  • 9
Deila.