Sumarsalat með graskersfræjum, Parmesan og kóríander

Salat er létt og sumarlegt og hér fylgir hugmynd að góðu og einföldu sumarsalati sem bera má fram eitt og sér eða þá t.d. með grilluðu kjöti.

  • Blandað salat, t.d. rucola, lambhagasalat, lollo rosso
  • 1 lúka graskersfræ, þurrristuð á pönu
  • 1/2 lúka kóríanderblöð
  • parmigiano-ostur, gróft rifinn
  • vinaigrette

Skerið niður salatið ef þarf. Ristið graskersfræin á pönnu (án olíu) þar til þau hafa „poppað“. Setjið í skál, hellið vinaigrette yfir, blandið vel saman. Klippið kóríanderinn yfir. Rífið niður parmigiano-ost á grófu hliðinni á rifjárninu, stráið yfir.

Ef salatið er borið fram eitt og sér hentar ferskt og svolítið skarpt hvítvín vel, t.d. góður Sauvignon Blanc, hvort sem er franskur frá Sancerre eða Bordeaux eða þá Nýja heiminum.

 

Deila.