Leitarorð: Brennd vín

Brennd vín

Birkir og Björk eru nýr íslenskur snaps og líkjör sem þróuð hafa verið af Foss Distillery. Bæði Björk og Birkir byggja á íslenskul birki en það er Ólafur Örn Ólafsson á Dill í Norræna húsinu sem hefur verið helsti hvatamaðurinn á bak við þau skjötuhjú.

Brennd vín

Eitt af því forvitnilegasta sem við höfum fengið til smökkunar upp á síðkastið er koníakið Ile de Ré frá Camus. Það er engin tilviljun að flaskan af Ile de Ré minnir frekar á skoskt eyjaviský en koníak. Ile de Ré eða Ré-eyja er um flest einstakt á koníaksmarkaðnum.

Brennd vín

Það má segja að allt hafi orðið vitlaust í Færeyjum þegar Eldvatn, fyrsta færeyska vodkað, var kynnt til sögunnar á síðasta ári. Vinsældir þess urðu strax miklar en ekki síður hefur það ollið harðvítugum pólitískum deilum og hótunum um stjórnarslit.

Brennd vín

Þegar fer að líða að jólum bíða Danir spenntir eftir því að jólaákavítið frá Aalborg komi á markaðinn en þar í landi er rík hefð fyrir því að bera fram ískaldan snafs með julefrokost-borðinu. Danir drekka hvorki meira né minna en hálfa milljón lítra af snafsi í desember, það eru ansi mörg staup á hvern Dana.

Brennd vín

Hvernig stendur eiginlega á því að Hollendingar skuli vera leiðandi í framleiðslu á líkjörum með fyrirtækjum á borð við De Kuyper og Bols? Skýringin er söguleg. Í Hollandi hafði byggst upp mikill iðnaður í kringum framleiðslu á genever, brenndu maltvíni bragðbættu með einiberjum.

Brennd vín

Það eru ekki mörg vín fyrirtæki, eða raun ar fyr ir tæki yf ir höf uð, sem geta stát að af jafn stór feng leg um höf uð­stöðv um og Ot ardkon íaks fyr ir tæk ið. Fyr ir tæk ið er til húsa í hin um sögu fræga kast ala Château de Cognac, eina kast ala Cognac, og ár lega heim sækja fyr ir tæk ið um 75 þús und ferða menn sem er meiri fjöldi en nokk urt ann að fyr ir tæki get ur stát að af.

Brennd vín

Það er margt annað framleitt í Suður-Afríku en vín en í einni vínsmökkunarferðinni þangað fékk ég tækifæri til að kynnast framleiðslu þekktasta drykk landsins að vínunum undanskildum.