Trivento Shiraz Malbec

Þetta argentínska rauðvín er selt í 3 lítra belju en kassavínin svokölluðu hafa notið gífurlegra vinsælda hér á landi enda lítraverðið alla jafna snöggtum lægra en á hefðbundnum flöskuvínum. Vínið er blanda úr þrúgunum Shiraz og Malbec. Vínið hefur dökkan lit og sæt-kryddaðan ilm þar sem kirsuber og sólber eru hvað mest áberandi. Shiraz-þrúgan veitir ákveðna mýkt og krydd en Malbec-inn bit og skerpu.

Hin ágætustu kaup, rauðvín sem hentar með grillkjötinu.

4.698 krónur (sem þýðir um 1.175 krónur ef miðað er við hefðbundna 75 cl. flösku).

 

 

Deila.