Pólsk rabarbarakaka

Þessi uppskrift kemur frá Póllandi þar sem rabarbarar njóta mikilla vinsælda ekki síður en hér á Íslandi. Hún er jafneinföld að baka og hún er góð á bragðið.

Þetta þurfum við í kökuna:

  • 100 g smjör
  • 250 g sykur (2-2 1/2 dl)
  • 1 dl mjólk
  • 1 dl rjómasostur
  • 3 dl hveiti
  • 1 egg
  • 1 tsk lyftiduft
  • 4-5 rabarbarastilkir (látnir meirna svolítið í sykri)

Þeytið smjör og sykur saman. Bætið öðru hráefni nema rabarbaranum við og þeytið saman. Setjið deigið í form. Skerið rabarbarann niður í 2-3 sm langa bita og stingið þeim ofan í deigið.

Hitið ofninn í 175 gráður. Bakið neðst í ofninum í ca. 50 mínútur.

 

Deila.