Grísasnitselrúllur með döðlum, gráðosti og beikon

Þessi flotta uppskrift að fylltum grísasnitselrúllum kemur frá þeim hjónum Eydísi og Ottó í Mosfellsbæ sem halda úti hinni skemmtilegu bloggsíðu Matarblogg Bjargartanga þar sem er að finna margar skemmtilegar uppskriftir.

Það sem þarf í uppskriftina fyrir fjóra er:

4 stk. grísasnitsel

8 beikonsneiðar

gráðostur

döðlur

gróft Dijon-sinnep

gulrætur

sætar kartöflur

paprika

 

Smyrjið smá gráðosti á snitselsneiðarnar, steinhreinsið döðlurnar, skerið niður og raðið ofan á ostinn. Rúllið snitselinu upp og smyrjið það með sinnepi, ekkert vera nísk á það. Takið svo 2 beikonsneiðar og vefjið utan um hverja snitselsneið.

Setjið grísarúllurnar í ofninn. Það nægir þeim 20 mínútur við 205 gráðu hita.

Margvíslegt meðlæti kemur til greinna, t.d. grillað grænmeti.

Skerið gulrætur, sætar kartöflur og papriku í grófa bita. Skerið lauka í tvennt og dreifið með ásamt nokkrum hvítlauksrifjum. Bætið við nokkrum sveskjum og stórum bitum af epli. Dreifið basil ólífuolíu yfir og veltið öllu saman og kryddið með ítölsku kryddi.

Setjið í eldfast mót og álpappír yfir, bakið í ofni við 200 gráður í 40 mínútur, takið þá álpappírinn af og látið það vera í 15 mínútur í viðbót. Tíminn er svolítið afstæður, fer eftir stærð grænmetisbitanna.

Deila.