Suður-ítalskt tómatasalat

Tómatar eru eitt mikilvægasta hráefni matargarðar Miðjarðarhafsins og stundum þarf lítið annað en góða, þroskaða tómata líkt og í þessari suður-ítölsku uppskrift.

  • 8 tómatar (heilsutómatar eða plómutómatar) skornir í grófa bita
  • 1 rauðlaukur, skorinn gróft niður
  • 2-3 hvítlauksgeirar
  • 8 basilblöð, rifin niður
  • þurrkað óregano
  • ólífuolía í hæsta gæðaflokki
  • salt og pipar

Saxið tómatana og laukinn. Blandið saman í skál. Pressið hvítlaukinn og blandið saman við. Rífið basil yfir og kryddið með þurkkuðu óreganó. Hellið ólívuolíu yfir, saltið og piprið. Best er að gera salatið að minnsta kosti korteri áður en það er borið fram þannig að brögðin nái að renna aðeins saman.

Þetta salat er gott eitt og sér, með nýbökuðu brauði. Eða sem meðlæti með grilluðu kjöti. Þá þarf eiginlega ekkert annað.

Deila.