Lúða að hætti Palermo-búa

Lúðan er stórkostlegur fiskur og hér grillum við hana á sama máta og íbúar Palermo á Sikiley grilla gjarnan sverðfiskinn. Lúðan er að sjálfsögðu miklu betri kostur.

  • Lúðusneiðar
  • 2-3 dl heimatilbúið brauðrasp
  • 1 msk fennel-krydd
  • 4 hvítlauksgeirar, mjög fínt saxaðir
  • 1 lúka flatlaufa steinselja
  • 3 msk ólívuolía
  • salt og pipar
  • sítrónubátar

Blandið saman brauðraspi, fennel, hvítlauk, saxaðri steinselju, ólívuolíu og klípu af salti. Það þarf að væta raspið vel upp úr olíunni. Best er að nota heimatilbúið brauðrasp. Penslið lúðusneiðarnar með smá ólívuolíu og ýtið þeim svo ofaní raspblönduna þannig að hún þekji vel báðar hliðar.

Grillið fiskinn og berið fram með sítrónu.

Hvað annað en suður-ítalskt hvítvín með þessu? Til dæmis hið ljúfa A Mano Fiano-Greco.

Deila.