Nautakjöt Basturma

Basturma er heitið á frummálinu yfir þessa georgísku uppskrift sem er dæmigerð fyrir matergerð Kákasushéraðanna.

Hráefni

 • 1 kíló nautakjöt, t.d. sirloin eða innralæri
 • 1 stór laukur, rifinn niður á rifjárni
 • 3 hvítlauksgeirar, pressaðir
 • lúka af söxuðum kóríander
 • matskeið af söxuðu basil
 • 2 dl ólívuolía
 • 1 dl nýpressaður sítrónusafi
 • kirsuberjatómatar
 • vorlaukur

Aðferð

 1. Skerið kjötið í bita.
 2. Blandið saman lauk, hvítlauk og kryddjurtunum. Saltið og piprið.
 3. Blandið ólívuolíu og sítrónusafanum og saman og blandið síðan saman við laukblönduna.
 4. Hellið yfir kjötið og látið kjötið marinerast í ísskáp. Helst í sólarhring.
 5. Setjið kjötbitana á grillteina og grillið á grilli eða í ofni. Ekki ofelda, þetta er best medium rare.
 6. Setjið á fat og hrúgið niðursneiddum vorlauk og kirsuberjatómötum yfir.

Berið fram með kóríandersósu.

Deila.