Rauðrófu- og valhnetumauk

Mauk þar sem grænmeti er blandað saman við valhnetur og kryddjurtir er ein af uppistöðum matargerðar Georgíu og kallast Mkhali. Hér er einföld uppskrift að rauðrófu mkhali sem er mjög bragðgott meðlæti.

Hráefni

 • 2-3 rauðrófur (um hálft kíló samtals
 • 100 g valhnetukjarnar
 • 1 steinseljubúnt
 • 1 kóríanderbúnt
 • 1 tsk kóríanderkrydd
 • 4 hvítlauksgeirar
 • 1 msk vínedik

Aðferð

 1. Hitið ofn í 200 gráður og bakið rauðrófurnar í um tvær klukkustundir. Takið úr ofninum og flysjið.
 2. Maukið hneturnar og hvítlaukinn í matvinnsluvél. Bætið steinselju og kóríander út í og maukið saman. Setjið í skál.
 3. Maukið rauðrófurnar í matvinnsluvél.
 4. Blandið rauðrófum og hnetu/kryddjurtamaukinu vel saman og kryddið með kóríanderkryddi, salti og pipar.
 5. Hrærið matskeið af vínediki saman við

Passar t.d. vel með Myntu Köftas

Deila.