Kientz Pinot Gris 2007

Kientz-fjölskyldan frá þorpinu Blienschwiller er nýjasta viðbót Alsace-vína í vínbúðunum.Blienschwiller liggur nokkurn veginn mitt á milli borganna Strassborgar og Colmar og er því í hjarta vínræktarsvæðisins.

Þetta er nokkuð létt Pinot Gris, þurrt með þurrkuðum apríkósum, kryddað og grösugt. Hentar með góðum fiski sem ekki er kæfður í sósu.

2.495 krónur.

 

Deila.