Franskur lúxus í danskri sveitasælu

Matarmenning Dana hefur löngum verið okkur Íslendingum hugleikin og Danmörk hefur vissulega upp á margt að bjóða. Ekki bara alla veitingastaðina í Kaupmannahöfn heldur ekki síður sveitakrárnar sem margar hverjar bjóða gestum sínum upp á einstaka upplifun.

Ein sú magnaðasta er Falsled Kro syðst á Fjóni, um hálftíma frá Óðinsvéum. Þar er rekið lítið sveitahótel í hæsta gæðaflokki og veitingastaður sem hefur um langt skeið verið  í hópi þeirra bestu í Danmörku. Á áttunda og níunda áratugnum var Falsled Kro það sem Danir kalla „et begrep“, hugtak sem menn gripu til þegar lýsa átti góðum veitingastað.

Þá voru það voru það Sven og Lene Grønlykke, sem hafa voru brautryðjendur í æðri matargerð í Danmörku á síðustu öld, sem ráku krána í Falsled og franski kokkurinn Jean-Louis Lieffroy sem réð ríkjum í eldhúsinu. Þekktust er Grønlykke-fjölskyldan líklega fyrir veitingahúsið Kong Hans í Kaupmannahöfn.

Liefrroy er nú sestur í helgan stein og næsta kynslóð Grønlykke-fjölskyldunnar tekin við. Í eldhúsinu er einn af hæfileikaríkustu ungkokkum Danmerkur Per Hallundbæk sem fram að því hafði verið yfirkokkur á einu besta sveitaveitingahúsi Noregs, Engø Gard.

Matargerðin á Falsled Kro er enn undir ríkum frönskum áhrifum en hráefnin eru oftar en ekki dönsk og ekki síst er rík áhersla á sjávarrétti.

 

 

Deila.