Bollur við upphaf lönguföstu

Bolludagurinn er líklega einhver vinsælasti dagur ársins því þá megum við sporðrenna eins mörgum rjómabollum og við getum í okkur látið. Alltaf er hægt að friða samviskuna með því að þetta er jú bara einn dagur á ári þótt margir séu vissulega farnir að taka forskot á sæluna nokkrum dögum á undan.

Bolluhefðin er hingað komin frá Danmörku en fæstir velta fyrir sér hinu sögulega samhengi. Við erum nú við upphaf hinnar hefðbundnu lönguföstu en hún hefst á öskudegi, sem er ávallt 46 dögum fyrir páska.

Í mörgum ríkjum eru haldnar miklar kvötkveðjuhátíðir (karnival) um þetta leyti, sú frægasta er auðvitað í Rio de Janeiro en t.d. í hinum kaþólska hluta Þýskalands eru einnig haldnar miklar karnival-hátíðir. Þrátt fyrir að siðbreytingin hafi breytt venjum okkar eymir enn eftir að þessum gömlu kaþólsku hefðum og á Ísafirði hefur t.d. tíðkast að halda upp á maskadaginn.

En aftur að bollunum. Það er rík hefð fyrir því að borða bollur við upphaf lönguföstu á Norðurlöndunum. Í Danmörku og Noregi eru þær kallaðar Fastelavnsboller og í Svíþjóð snæða menn Semlor. Líkt og margar aðrar danskar hefðir hefur svo bolluhefðin fest sig í sessi hér á landi.

Hér er svo uppskrift að sígildum dönskum fastelavnsbollum.

Deila.