Ardales 2006

Ardales er lífrænt ræktað Tempranillo-vín frá vínhúsinu Bodegas Arúspide. Þetta er vín frá spænsku hásléttunni á svæðinu Tierra de Castilla suður af Madrid.

Vínin af þessu eru oft sviplítil og hlutlaus. Það á þó ekki við um þetta vín sem er í senn aðlaðandi og kröftugt. Tær, kryddaður kirsuberja-ávöxtur, sólríkur en ekki ofþroskaður. Eik sem spilar vel með ávextinum og gerir vínið dýpra og meira um sig. Mjúkt og þægilegt.

1.989 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.