Sterk ítölsk pylsa

Sterk ítölsk pylsa eða það sem í Bandaríkjunum er kallað Hot Italian Sausage er með bestu pylsum sem hægt er að fá.

  • 1,5 kg svínakjöt (t.d. grísahnakki)
  • 400 g spekk
  • 1 msk pressaður hvítlaukur
  • 2 msk fennel
  • 1 msk chiliflögur
  • 2 msk Anislíkjör, t.d. Sambuca eða Pernod
  • 1/2 dl vatn
  • 4 tsk Maldon-salt
  • 1 tsk Cayenne
  • 2 tsk nýmulinn svartur pipar

Blandið öllu saman nema vatni í stórri skál. Hakkið allt saman. Vætið upp í blöndunni með vatninu. Troðið í pylsugarnir.

 

Deila.