Einföld frönsk súkkulaðimús

Þessi franska uppskrift að súkkulaðimús er einföld en engu að síður nánast fullkomin. Það þarf ekki meira til að gera gott mousse au chocolate.

  • 170 g dökkt súkkulaði (helst 70% kakó)
  • 8 eggjahvítur
  • 20-30 g sykur
  • nokkrir dropar sítrónusafa, ca 1/2 teskeið

Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði.

Þeytið eggjahvíturnar ásamt sítrónusafanum. Bætið sykrinum saman við og stífþeytið eggjahvíturnar.

Takið súkkulaðið úr vatnsbaðinu þegar að það hefur bráðnað. Blandið þriðjungi af eggjahvítunum rösklega saman við með písk eða sleif. Að því búnu er afganginum af eggjahvítunum blandað saman við með sleikju.

Setjið súkkulaðimúsina í skálar eða glös og geymið í ísskáp í að minnsta kosti 3 klukkutíma áður en að hún er borin fram.

Fyrir þá sem víla ekki fyrir sér smá umstang er svo ögn flóknari uppskrift að franskri súkkulaðimús hér.

Deila.