Flatlaufa steinselja

Hver svo sem nú skýringin er þá heyrir það því miður til undantekninga að maður finni flatlaufa steinselju í íslenskum verslunum. Það er helst að hægt sé að ganga að henni vísri í Hagkaup þar sem að hún er seld undir nafninu „Fjallasteinselja“. Annars er það krullaða steinseljan sem ræður ríkjum hér á Íslandi. Sú flatlaufa, sem stundum er kölluð „ítölsk steinselja“ er hins vegar bragðmeiri og betri og hentar mun betur í rétti úr ítalska eldhúsinu. Margir grípa því til þess ráðs að rækta hana sjálfir enda sprettur hún vel í íslensku loftslagi.

Deila.