Leitarorð: Vínótekið mælir með

Uppskriftir

Þessi uppskrift er tímafrek að því leytinu til að það er ekki fyrr en á þriðja degi sem öndin er elduð. Biðin er hins vegar þess virði og hvert skref uppskriftarinnar er einfalt í framkvæmd.

Vínótekið mælir með

Ef velja á góða steik á grillið er T-Bone yfirleitt öruggt val. Ekki spillir fyrir að T-Bone steikurnar í íslenskum kjötborðum eru í raun ekki alvöru T-Bone heldur það sem í Bandaríkjunum er kallað Porterhouse þar sem við fáum sneið af bæði filé og lund, tveimur bestu vöðvum nautsins.

Vínótekið mælir með

Íslenska hangikjötið er eiginlega okkar Parmaskinka. Auðvitað er það afskaplega misjafnt. Margt af því hangikjöti sem selt er í búðum er allt of salt og reykbragðið of yfirþyrmandi. En svo kemst maður stundum í alvöru hangikjöt, eins og það á að vera. Taðreykt af umhyggju með mildu og þægilegu reykbragði og saltið vart merkjanlegt. Þannig hangikjöt er algjört sælkerafæði og best að borða það hrátt, enda okkar hráskinka.

Vínótekið mælir með

Quickes er gamalgróin ostagerð í Devon í Bretlandi. Quicke-fjölskyldan hefur búið í héraðinu frá árinu 153 og fékk á sínum tíma gjöfular lendur frá Hinrik áttunda Englandskonungi. Nú er það Mary Quicke sem heldur utan um búið. Þekktasta afurð hennar er Cheddar-osturinn sem á dögunum var valinn besti Cheddar-ostur Bretlands þegar the British Cheese Awards voru veitt

Vínótekið mælir með

Margir af þekktustu ostum heims eru framleiddir úr geitamjólk eða sauðamjólk og má nefna Roquefort, Ricotta, Pecorino, Feta og Manchego sem dæmi um nokkra sauðaosta. Það er því fagnaðarefni að fyrir nokkru hófst framleiðsla á ostum úr sauðamjólk og geitamjólk hér á landi.

Uppskriftir

Við eigum kannski ekki styrjur í íslenskum vötnum og ám en við eigum lax og bleikju. Það vill oft gleymast að hrogn laxa og bleikju eru með því ljúffengasta sem hægt er að fá. Bleikjuhrogn eru í sérlegu uppáhaldi og best er að borða þau með sama hætti og rússneskan styrjukavíar: Á litlum blinispönnukökum með sýrðum rjóma og rauðlauk.