Kryddjurtafyllt lambalæri á grillið

Lambalæri er hægt að matreiða með ýmsum hætti. Lærið fyrir þessa uppskrift þarf að úrbeina að hluta. Biðjið kjötborðið um að taka mjaðmarbeinið alveg út en skilja eftir smá hluta af legginum. Lærinu er síðan nuddað upp úr kryddlegi og lokað með grillteinum.

Kryddlögur

  • 1 lúka óreganó, saxað
  • 3 rósmarínstönglar, nálarnar saxaðar
  • 10 salvíublöð, söxuð
  • 4 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • 1 dl ólívuolía
  • safi úr einni sítrónu
  • 1,5  msk nýmulinn pipar
  • 1,5 msk Maldonsalt

Saxið kryddjurtirnar, pressið hvítlaukinn og sítrónuna. Blandið öllu saman. Nuddið kryddleginum vel inn í kjötið, alveg inn að leggbeininu. Skerið nokkra rákir í lærið utanvert og nuddið kryddlegi utan um lærið allt. Lokið lærinu með grillteini. Látið standa í 1-2 klukkustundir.

Grillið lærið fyrst á beinum hita þannig að það brúnist vel allan hringinn. Slökkvið síðan á miðjubrennara eða færið kol til og eldið lærið áfram á vægum, óbeinum hita í 1-1,5 klukkustund eftir stærð. Snúið því að minnsta kosti einu sinni.

Látið standa í 10 mínútur, takið teinana úr og skerið niður. Berið fram með  Provence tómötum, Farro-salati og nýjum íslenskum kartöflum, bökuðum í ólívuolí, rósmarín og Maldon salti.

Með þessu smellpassar toppvín frá t.d. Toskana á borð við Isole e Olena eða góður Margaux á borð við Brio de Cantenac.

 

Deila.