Taittinger Brut Reserve

Taittinger er gamalgróið kampavínshús í Reims í Frakklandi, stofnað af Taittinger-fjölskyldunni um miðja átjándu öld. Fjölskyldan byggði Taittinger upp í að vera eitt virtasta kampavínshús heims og það vakti mikla athygli þegar að hún tók þá ákvörðun að selja bandarískum fjárfestum fyrirtækið árið 2005. Það varði þó ekki lengi því að ekki var liðið ár frá því að vínhúsið var komið í hendur Taittinger-fjölskyldunnar á ný.

Taittinger Brut Reserve er kjölfestan í framleiðslu hússins. Blandan er 40% Chardonnay og 60% Pinot Noir frá tugum ólíkra svæða. Það er mjög tært og stíllinn er léttur, ferskur og leikandi. Ávöxtur, aðallega sítrus en einning græn epli, er skarpur og fléttast saman við angan af ristuðu brauði og hunangi. Mjög þurrt, vel uppbyggt. Stílhreint, freyðir jafnt og vel.

5.699 krónur.

Deila.