Vina Maipo Sauvignon Blanc Gran Devocion 2011

Gran Devocion er heitið sem valið hefur verið á línu betri vína frá Vina Maipo í Chile en hér er á ferðinni Sauvignon Blanc-vínið úr þeirri línu, framleitt úr þrúgum frá Casablanca-dalnum.

Þetta er flott vín, en ekki endilega dæmigert fyrir það sem maður á von á þegar maður opnar flöskur af chilenskum Sauvignon Blanc. Ávaxtaríkur frekar en grösugur. Ávöxturinn er skarpur og flottur, limebörkur í bland við rifsber, vottur af kryddjurtum. Það hefur ágætis dýpt, ávöxturinn er þéttur og langur, með ágætum ferskleika.

2.699 krónur. Mjög góð kaup en vínið var lækkað úr 3.079 krónum 1. júlí 2012.

Deila.