San Angelo Pinot Grigio 2011

San Angelo er eitt af hvítvínum vínhússins Castello Banfi í Toskana, sem er þekktast fyrir mögnuð rauð Brunello-vín.  Þetta er hins vgar hvítvín úr þrúgunni Pinot Grigio.

Flestir tengja Pinot Grigio við Ítalíu en þessi flotta þrúga er hins vegar sjaldséð jafn sunnarlega og í Toskana. Það breytir hins vegar ekki því að San Angelo er toppeintak sem getur fyllilega keppt við Pinot Grigio vín frá „hefðbundnari“ ræktunarsvæðum þrúgunnar í Norður-Ítalíu.

Vínið er ljóst á lit, fölgult. Í nefi lime, apríkósur og perur, jafnvel út í hitabeltisávext, smá krydd. Ferskt í muni go sýrumikið  en á sama tíma þykkt og þægilegt, sítrusmikið í munni. Reynið til dæmis með ítölsku humarpasta.

2.898 krónur. Góð kaup.

Deila.