Indverskur kóríanderkjúklingur

Kóríander er lykillinn að bragðinu hér en það er bæði mikið af ferskum kóríander í þessari indversku kjúklingauppskrift jafnt sem mulin kóríanderfræ.  Innblásturinn af uppskriftinni fengum við í hinni sígildu bók indversku leikkonunnar Madhur Jaffrey Indian Cooking sem kom út fyrir rúmum þrjátíu árum.

 • 5-600 úrbeinuð og skinnlaus kjúklngalæri
 • 3 sm bútur af engiferrót
 • 6 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
 • 1 vænt búnt af kóríander, fínsaxað
 • 1 grænn chilibelgur, fræhreinsaður og fínsaxaður
 • 2 tsk cummin
 • 1 tsk kóríander
 • 1/2 tsk kóríander
 • 1/2 tsk cayennepipar
 • 1,5 dl kjúklingasoð
 • safi úr hálfri sítrónu
 • 1 tsk salt

Maukið engiferbútinn í matvinnsluvél ásamt um 2 msk af vatni. Geymið.

Setjið saxaðan kóríander, saxaða chilibelginn og kryddin: cummin, kóríander, cayenne, túrmerik go salt í litla skál og geymið.

Hitið olíu á pönnu (helst „non stick“). Brúnið kjúklingalærin vel á báðum hliðum. Takið af pönnunni og geymið í skál.

Setjið saxaðan hvítlaukinn út á heita pönnuna. Þegar að hann fer að taka á sig brúnan lit er  hitinn lækkaður og engifermaukið sett út á. Blandið vel saman með sleif. Leyfið þessu að malla í um mínútu og setjið síðan kóríander, chili og kryddinn út á. Hrærið í þessu með sleifinni í um mínútu og setjið þá kjúklinginn aftur á pönnunna ásamt safanum sem hefur lekið af honum.

Þá er kjúklingasoðið sett út (það má líka nota vatn) og safinn úr sítrónunni. Leyfið suðu að koma upp, lækkið þá hitann og látið malla á miðlungshita í 15-20 mínútur eða þar til að kjúklingurinn er fulleldaður og sósan er farin að þykkna.

Meðlæti sem kæmi til greina eru indverskar linsubaunir, kryddgrjón, kryddkartöflur og blómkál, raita og naan.

Það er hægt að hafa hvort sem er hvítt eða rautt með. Hvítvín sem hentar vel með er t.d. Pinot Gris frá Alsace á borð við Pfaffenheim Réserve en í rauðu mælum við með Peter Lehmann Barossa Shiraz.

Deila.