Þetta er frábær kaka til að hafa sem eftirrétt í góðu matarboði eða í saumaklúbbinn ekki síst ef vitað er að gestirnir séu hrifnir af Oreo.
Botninn
- 200 g Oreokex
- 60 g bráðið smjör
Maukið kexið í matvinnsluvél og bætið smjörinu saman við.Setjið blönduna í botninn á lausbotna formi (20cm-22cm). Setjið síðan inn í ísskáp og leyfið að kólna í a.m.k. 30 mín áður en ostamassinn er settur ofan á. Það er mismunandi hvað fólki finnst gott að hafa þykka botn og það má vel tvöfalda botninn.ef þið viljið mikið af kexi á móti ostablöndunni.
Ostakrem:
- 300 g Philadelphia rjómaostur
- 150 g 18% sýrður rjómi
- 1,5 dl. rjómi
- safi af hálfri sítrónu
- 80 g sykur
- 1 vanillustöng
- 4 matarlímsblöð
- Oreokex á milli og til skreytingar
Pískið eða þeytið ostinn og sykurinn saman. Blandið vanillukornunum og sítrónusafanum saman við. Bætið næst sýrða rjómanum saman við. Leggið matarlímin í bleyti í köldu vatni. Kreistið þau og bræðið yfir vatnsbaði í smá sítrónusafa. Hellið síðan þessu út í ostamassann. Takið helminginn af ostablöndunni og setjið á kökubotninn.
Takið næst 5 Oreo-kexökur og fjarlægið kremið. Skerið kökurnar í tvennt og leggið ofan á ostabotninn. Hellið þá hinum helmingnum af ostablöndunni yfir. Skreytið með rjóma og Oreokexkökum eða því sem hugurinn girnist.