Balsamik-kjúklingur á fennelbeði

Þessi ofnbakaði kjúklingur er marineraður í balsamik og síðan eldaður fylltur með sítrónum á grænmetisbeði. Úr verður afskaplega safaríkur kjúklingur með ljúffengu meðlæti.Fleiri kjúklingauppskriftir má svo sjá hér.

1 kjúklingur

Marinering

 • 1/2 dl ólífuolía
 • 1/2 dl balsamikedik
 • 2-3 pressaðir hvítlauksgeirar
 • safi úr 1 sítrónu
 • 1-2 tsk óreganó
 • 1/2 tsk chiliflögur
 • sjávarsalt
 • nýmulinn pipar

Blandið öllu saman. Gott er að setja þetta í frystipoka ásamt kjúklingnum og láta hann liggja í leginum í að minnsta kosti klukkustund, gjarnan lengur.

Meðlæti

 • 1-2 fennelbelgir
 • 1 laukur
 • 4-5 gulrætur
 • 1 bökunarkartafla
 • 1 rauðlaukur

Skerið niður í sneiðar og setjið í eldfast mót. Saltið og piprið. Setjið í eldfast mót.

Takið að því búnu kjúklinginn úr leginum og „fyllið“ hann með sítrónunni sem að þið pressuðuð, nokkruðum pressuðum hvítlauksrifum og 1-2 rósmarínstönglum.

Setjið ofan á grænmetið og hellið kryddleginum yfir. Eldið i 200 gráðu heitum ofni í 70 mínútur.

Vin úr þrúgunni Pinot Noir hentar vel með t.d. Cono Sur Pinot Noir.

Deila.