Rósakál sem stundum er líka kallað Brusselkál tengja flestir við veturinn og jafnvel jólin. Þetta er hins vegar frábært meðlæti allan ársins hring t.d. með grilluðu kjöti.
- 500 g rósakál
- 100 g beikon eða pancetta
- 1-2 lúkur hnetur, t.d. valhnetur eða pecanhnetur
- ferskt timjan
- balsamikedik
- smjör
- salt og pipar
Skerið endana af rósakálinu og losið ystu laufin. Skerið í tvennt. Skerið beikon/pancetta í bita. Hitið beikon á pönnu ásamt 1-2 msk af smjöri. Bætið rósakáli út á, blandið vel saman og steikið í nokkrar mínútur. Saltið og piprið.
Setjið pönnuna inn í 200 gráðu heitan ofn. Eldið í um 30 mínútur. Veltið um með sleif nokkrum sinnum.
Ristið hneturnar í um 3-5 mínútur í heitum ofninum. Takið út um leið og þær byrja að dökkna.
Takið pönnuna með rósakálinu út. Hellið vænnni skvettu af balsamikedik út á og blandið velsaman. Bætið hnetunum saman við ásamt fersku timjan.