Blómkál með sítrónu og parmesan

Blómkál er vanmetið af mörgum. Bakað blómkál er hins vegar hreinasta lostæti.

  • 1 blómkálshaus, skorinn í bita
  • safi úr 1/2  sítrónu
  • 2-3 hvítlauksgeirar pressaðir
  • væn lúka af nýrifnum parmesan
  • ólífuolía
  • salt og pipar

Setjið blómkálið í ofnfast form og blandið vel saman við ólífuolíuna, sítrónusafann og pressaða hvítlaukinn. Saltið og piprið. Eldið við 200 gráður í um 20 mínútur. Blandið parmesan saman við og berið strax fram.

Deila.