Kartöflumús með beikoni og bökuðum hvítlauk

Kartöflumús má gera á margvíslega vegu. Hér er beikoni og bökuðum hvítlauk blandað saman við. Afbragðsgott með t.d. grilluðu nautakjöti.

  • 800 g kartöflur
  • 75 g beikon
  • 1 dós sýrður rjómi (eða 2,5 dl matreiðslurjómi)
  • 1 stór heill hvítlaukur
  • 50 g smjör
  • hvítur pipar
  • sjávarsalt

Byrjið á því að baka hvítlaukinn. Leiðbeiningar um hvernig það er gert má finna hér.

Sjóðið kartöflurnar.

Skerið beikon í bita og hitið á pönnu þar til að það byrjar að verða stökkt. Takið beikonið af pönnunni og geymið. Hitið sýrða rjómann á sömu pönnu á miðlungshita, leysið upp skófarnar af pönnunni. Maukið kartöflurnar mjög fínt. Maukið bakaða hvítlaukinn. Blandið saman við rjómann á pönnunni og bætið smjörinu saman við. Bætið beikoni saman við. Bragðið til með salti og pipar.

Deila.