Suðræn baka með fetaosti og ólífumauki

Þessi uppskrit er fyrir tvær 23 sm bökur en það er auðvitað hæglega hægt að helminga uppskriftina og láta eina duga. Ólífumauk eða tapenade má kaupa tilbúið en best er auðvitað að gera það sjálfur samkvæmt þessum leiðbeiningum hér.

  • smjördeig
  • 120 g ólífumauk (tapenade)
  • 200 g ætiþistlar úr dós (t.d. Ítalía eða Sacla)
  • 150 fetaostur (Fetakubbur)
  • 130 g grísk jógúrt
  • 1,25 dl rjómi
  • 4 egg, pískuð létt saman
  • 1 væn msk ferskt, grófsaxað basil
  • salt og pipar

Hitið ofninn í 200 gráður. Notið tvö 23 sm bökurform eða tertuform með lausum botni. Þekjið formin með smjördeiginu og bakið þar til það er orðið gullið á lit. Takið úr ofninum, leyfið að kólna og þrýstið botninum á bökunni niður.

Smyrjið botnana með ólífumaukinu og þekjið með ætiþistlunum og fetaostinum.

Pískið saman egg, rjóma, jógúrt og basil. Bragðið til með salti og pipar. Hellið í formin. Setjið inn í ofninn og bakið í 15-20 mínútur.

Berið fram með fersku og góðu salat og fersku hvítvíni, t.d. Sauvignon Blanc á borð við Mouton Cadet frá Bordeaux

Deila.