Maíssalat með Ranch-sósu

Maís gefur sætt og gott bragð í salöt af ýmsu tagi. Best er að nota ferska maísstöngla en það er líka hægt að nota frystan eða niðursoðin maís í þetta salat.

  • 4 maísstönglar
  • 2 dl heimagerð Ranch Dressing
  • 1 rauðlaukur
  • 2 grænir chilibelgir
  • 2-3 msk saxaður graslaukur
  • 2-3 msk saxaður kóríander
  • 1 pakki kirsuberjatómatar

Útbúið Ranch-sósuna.

Bakið eða grillið maísstönglana Sjá leiðbeiningar með því að smella hér. Skafið maískornin af stönglunum og setjið í skál. Fræhreinsið chilibelgi og fínsaxið. Skerið niður tómata og saxið rauðlaukinn. Fínsaxið kryddjurtirnar. Blandið öllu saman við Ranch-sósuna. Geymið í ísskáp þar til að salatið er borið fram.

Deila.