Banfi Aska 2010

Nafnið Aska sem prýðir þetta vín merki ekki ösku í okkar skilningi, Ítalir eru ekki þarna að reyna að njóta góðs af vinsældum Eyjafjallajökuls.  Nafnið er sótt í hið forna tungumál Etrúska og merkir ílát undir vín. Aska er athyglisvert vín frá Banfi og kemur frá svæðinu Bolgheri í Toskana en þar eru nokkur af þekktustu vínum Ítalíu ræktuð. Banfi festi kaup á 5 hektara vínekru þar fyrir nokkrum árum og bætti þar með enn einu svæðinu í Toskana í safnið.

Aska er  blanda úr tveimur Bordeaux-þrúgum, Cabernet Sauvignon og Cabernet Franc. Liturinn er dökkur, fjölublár og djúpur. Í nefinu sólber, kirsuber,  míneralískt, smá paprika. Höfugt, nokkuð tannískt stíllinn tignarlegur, Bordeaux mætir þarna Ítalíu. Hörkuvín.

3.693 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.