Lamb er hægt að krydda á óteljandi vegu áður en það er grillað. Hér er það chili og basil ásamt hvítlauk og sítrónu sem mynda kryddlöginn. Það er hægt að nota lærissneiðar, sirloin eða kótilettur.
- 1 dl ólífuolía
- 1 lúka basilblöð
- 4 hvítlauksgeirar, pressaðir
- safi úr 1/2 sítrónu
- 1 fínt hakkaður rauður chilibelgur eða 1 tsk chiliflögur
- salt og pipar
Grófsaxið basil, saxið chili og pressið hvítlauksgeirana. Blandið saman við olíuna og sítrónusafann í fati ásamt sjávarsalti og nýmyldum pipar.
Veltið lambasneiðunum upp úr leginum og látið liggja í um 2 klukkustundir. Grillið.
Berið fram með t.d. góðu kartöflusalati en uppskriftir má finna hér. Það er líka hægt að hafa með kartöflubita ofnbakaða í ólífuolíu og kryddum og síðan grísku jógúrtsósuna Tzatziki.
Kröftugt og ungt rauðvín með t.d. hið frábæra Trivento Golden Reserve Syrah.