E. Guigal Cotes du Rhone 2011

Árið 2011 var sérstakt í Rhone í suðurhluta Frakklands. Við erum hérna auðvitað að tala um „vínárið“ og byrjum því um vorið. Árið byrjaði með langri og mikilli hitabylgju og allur vöxtur fór hratt og vel af stað. Síðan kom kaldur júlí sem hægði á öllu. Þegar upp var staðið var árið mjög frábrugðið heitu árunum á undan þar sem vínin voru heit, þroskuð og krydduð, vín sem þurftu smá tíma. Góðir framleiðendur gerðu mjög góð vín en þau þurfa ekki tíma, þau eru öll í ávextinum, unaðsleg nú þegar.

2011 frá Guigal er í þeim flokki – nokkuð frábrugðið frá fyrri árgöngum sem voru djúp og krydduð, þurftu tíma. Þetta vín er hins vegar fullkomið nú þegar.

Dökkur og þykkur berjasafi, sæt kirsuber og plómur sem hér vefast saman við mjúka og vanilluríka eik. Ekki vín til að geyma heldur til að njóta á næstu 1-2 árum.

2.599 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.