Butterfly-kjúklingur með chili og lime

Það eru margar aðferðir sem koma til greina þegar grillaður kjúklingur er annars vegar. Ef þið eigið grilltein er það auðvitað tilvalin leið fyrir heilan kjúkling en uppskriftir fyrir kjúkling á teini eru hér. Einhver fljótlegasta og þægilegasta leiðin er hins vegar að skera kjúklinginn í butterfly og grilla síðan.
Þegar búið er að skera/klippa kjúklinginn er þessi kryddblanda gerð:

 • rifinn börkur af einni lime
 • pressaður safi úr 1 lime
 • 1 dl ólífuolía
 • 3 msk paprika
 • 1 tsk kóríander
 • 1 tsk cummin
 • 1 tsk óreganó
 • 1 tsk chiliflögur
 • klípa af kanil
 • 2 tsk sjávarsalt
 • 1 tsk nýmulinn pipar
Blandið öllu saman í skál og veltið kjúklngnum vel upp úr maukinu. Setjið í ísskáp og leyfið kjúklingnum að marinerast í að minnsta kosti 1-2 klukkustundir en gjarnan lengur, jafnvel yfir nótt. Það er líka þægilegt að setja kryddlögin og kjúklinginn í plastpoka og síðan inn í ísskáp.
Deila.