Villi Vill sigraði í Amarula-keppninni

Barþjónaklúbbur Íslands og Amarula héldu Amarula Freestyle kokteilkeppni á Hótel Marina mánudaginn 27. október síðastliðinn.

Fjöldi manns mættu á keppnina og fylgdust með 22 keppendum framreiða drykkir úr rjómalíkjörnum Amarula og má með sanni segja að drykkirnir voru margir hverjir afar frumlegir.

Gestir fengu svo að smakka á drykkjum keppenda ásamt því að Globus kynnta nýjan Amarula líkjör, Amarula Gold sem er án rjóma.

Sigurvegarinn Vilhjálmur Vilhjálmsson kom frá barnum  Hverfisgötu 12 þar sem nafnlausi pizza staðurinn e og Dill eru til húsa en drykkur hans hét Dirty Creamer.  Í öðru sæti var Kristján Nói Sæmundsson frá veitingastaðnum Lava með drykkinn KREM og í því þriðja Alexander Julien Lambert frá Slippbarnum með drykkinn African Kiss.

Deila.