Leitarorð: Indverskt

Vínkjallarinn

Indversk matargerð hefur lengi verið vinsæl á Vesturlöndum. Hugmyndir margra um indverskan mat hafa hins vegar oft byggst meira á vestrænu útfærslunni en hinni eiginlegu matargerð Indlands. Steingrímur Sigurgeirsson ræddi í nóvember 1994 við Chandriku Gunnarsson um hvað það sé sem einkennir indverskan mat.

Sælkerinn

Fyrsta október 1994 opnaði nýr indverskur veitingastaður dyr sínar á Hverfisgötunni. Fyrr um sumarið sama ár höfðu hjónin Gunnar Gunnarsson og Chandrika Gunnarsson keypt veitingastaðinn Taj Mahal sem rekinn hafði verið í þessu sama húsnæði og nú var komið að því að veitingastaðurinn yrði starfræktur undir þeirra formerkjum.