Grillaður humar með steinselju og hvítlauk
Þetta er klassísk útgáfa af grilluðum humar með steinselju, hvítlauk og smjöri. Klikkar aldrei.
Þetta er klassísk útgáfa af grilluðum humar með steinselju, hvítlauk og smjöri. Klikkar aldrei.
Nautalund Wellington eða Beef Wellington er afskaplega glæsilegur réttur sem sómar sér á hvaða veisluborði sem er.
Sérrítrifli er gamaldags, sígildur eftirréttur og kom þessi uppskrift hingað til lands á fyrri hluta síðustu aldar með fjölskyldu er hafði dvalið í Bandaríkjunum.
Hver á ekki minningar um ananasfrómas úr æsku? Þetta hefur um áratugaskeið verið einn algengasti eftirrétturinn á íslenskum veisluborðum og stendur enn vel fyrir sínu, þó ekki væri nema minninganna vegna.
Hamborgarhryggurinn er vinsæll hjá mörgum og ómissandi á jólunum. Hamborgarhryggur er saltaður og reyktur svínahryggur og er þetta dönsk hefð sem hingað barst fyrir langa löngu.
Þetta er syndsamlega góð tveggja laga súkkulaðikaka þar sem kaffi, bæði í deiginu og kreminu, gerir útslagið.
Þessi franska laukterta eða Tarte á l’oignon er fljótleg og mjög fín hvort sem er sem forréttur, aðalréttur eða í saumaklúbbinn.
Béarnaise er ein þekktasta sósa franska eldhússins og er talið að hún hafi fyrst verið sett saman af matreiðslumeistaranum Collinet í lok nítjándu aldar. Hún er ekki kennd við svissnesku borgina Bern heldur héraðið Béarn í suðvesturhluta Frakklands, sem nú er orðið hluti af héraðinu Pyrénées-Atlantiques.
Caesar salatið er eitt frægasta salat síðustu ára en er ekki eins og margir halda kennt við Júlíus Caesar Rómarkeisara. Það er raunar ekki einu sinni ítalskt. Sá sem á heiðurinn af salatinu var Bandaríkjamaðurinn Cesar Cardini, sem var af ítalsk-mexíkóskum uppruna.
Er ekki tilvalið að byrja árið á léttara fæði og láta kjötmetið víkja fyrir grænmetinu? Grískt salat er ein af bestu salatsamsetningum sem til eru og veitir smá sumaryl í myrkasta skammdeginu.